Vilja virkja fleiri spilara

Arena heldur LAN-kvöld í StarCraft 2.
Arena heldur LAN-kvöld í StarCraft 2. Skjáskot/YouTube/Blizzard

Rafíþrótta­höll­in Ar­ena held­ur lan næsta þriðju­dag í tölvu­leikn­um StarCraft 2 en það er herkænsku­leik­ur byggður á vís­inda­skáld­sögu sem gef­inn var út af tölvu­leikja­fyr­ir­tæk­inu Blizz­ard árið 2010.

Hefst lanið klukk­an 19:00 á þriðju­dags­kvöldið og spilað verður til lok­un­ar. Kem­ur fram í til­kynn­ingu á vefsíðu Ar­ena að leik­mönn­um býðst að koma með sinn eig­in búnað og er þá verið að meina lykla­borð, mús, heyrnatól og/​eða músamottu en að þess þurfi ekki því all­ur búnaður sé nú þegar til staðar.

„StarCraft 2 sam­fé­lagið er lítið sam­fé­lag hér á Íslandi með kannski ekki nema tutt­ugu virk­um spil­ur­um og þekkj­umst við all­ir vel. Við erum aðallega að gera þetta til þess að virkja fleiri spil­ara,“ seg­ir Þórir Viðars­son, yfirþjálf­ari í Ar­ena, í sam­tali við mbl.is.

„Á lan­inu ætl­um við að leika okk­ur sam­an og hjálpa hvort öðru að bæta okk­ur í leikn­um, og auðvitað hafa gam­an!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert