K-pop stjarna í samstarf með rafíþróttafélagi

K-pop stjarnan Min fer í samstarf með Talon Esports.
K-pop stjarnan Min fer í samstarf með Talon Esports. Ljósmynd/Talon Esports

Asíska rafíþróttafélagið Talon Esports hefur nú hafið samstarf með K-pop stjörnu, sem verður eitt af andlitum vörumerkis félagsins.

K-pop stjarnan Kim „Min“ Min-young er sú sem hefur samstarf með Talon Esports, en hún er fyrrum meðlimur hljómsveitarinnar Miss A. Með samstarfinu verður Min verður eitt af andlitum vörumerkis Talon Esports.

Hefur spilað tölvuleiki frá unga aldri

Talon Esports tefla fram liði í mörgum rafíþróttum víðsvegar um heiminn, s.s. League of Legends, Rainbow Six Siege og Overwatch. 

Myndband var birt með tilkynningu um samstarfið þar sem Min fjallar ítarlega um sögu hennar bæði í rafíþróttum og K-pop heiminum. Min hefur spilað tölvuleiki frá því að hún var ung, en hún hefur nýtt tölvuleiki m.a. til að minnka stressið sem fylgdi því að vera söngkona. 

Forstjóri Talon Esports segir að þau leitist eftir því að brúa bilið milli tölvuleikja og afþreyingar- og tónlistariðnaðarins, og sé samstarf þeirra og Min skref í áttina að því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert