Nintendo bætir þjónustuna

Nintendo bætir við fimm nýjum leikjum í Expansion Pack áskriftina.
Nintendo bætir við fimm nýjum leikjum í Expansion Pack áskriftina. Ljósmynd/Unsplash

Áskriftin Nintendo Switch Online Expansion Pack hefur bætt við sig fimm nýjum Sega Mega Drive tölvuleikjum og eru þeir allir nú þegar aðgengilegir til spilunar í gegnum þjónustuna.

Nintendo opinberaði Expansion Pack þjónustuna sína fyrr á árinu og mátti þar finna ýmsa gamla Nintendo 64 og Sega Mega Drive tölvuleiki aðgengilega til spilunar í gegnum hana.

Hinsvegar fékk þjónustan misjafnar móttökur af kúnnum þar sem þeir voru óánægðir með fjölda leikja sem voru hluti af þjónustunni.

Lofaði þá Nintendo að bæta við leikjum og hefur fyrirtækið nú gert það með þessum fimm nýju tölvuleikjum. Nintendo tísti frá þessum fregnum á föstudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert