The Sims fær keppinaut

Paralives er væntanlegur lífshermi-tölvuleikur.
Paralives er væntanlegur lífshermi-tölvuleikur. Grafík/Paralives Studio

Nýr tölvuleikur er væntanlegur frá Paralives Studios en það er lífshermirinn Paralives. Stúdíóið hefur ekki enn opinberað neinn útgáfudag þar sem að leikurinn er enn í vinnslu.

Í tölvuleiknum Paralives gefst leikmönnum kost á að byggja sín eigin heimili og skapa persónur sínar sem þeir síðan stjórna innanleikjar í opnum heim. Minnir leikurinn því mikið á hinn sígilda tölvuleik, The Sims.

Leikurinn er enn á mjög snemmu stigi þróunarferlisins en stúdíóið hefur samt verið að birta stiklur á Youtube-rás sinni sem sýna örlítið frá eiginleikum og grunnspilun leiksins. Leikurinn býr að margþætta verkfærum til þess að byggja sitt draumahús innanleikjar sem og gerð persóna leikmanna.

Hægt er að stækka, minnka, lita og færa nánast allt, hvort sem um er að ræða uppbyggingu hússins eða innanhúshönnun. Það sama gildir um hönnun persóna en þar hafa leikmenn frjálsar hendur og geta sniðið persónur sínar algjörlega eftir eigin ímyndunarafli, leikmenn geta jafnvel stillt hæð persóna sinna.

Hér að neðan er veitt innsýn inn í það hvernig gerð persóna fer fram, enn sem komið er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert