Gáfu barnaspítala tölvuleikjabúnað

Ljósmynd/Kristine Wook

Fjölskylda í Indianapolis í Bandaríkjunum gerðu góðverk er þau gáfu barnaspítala ýmsan tölvuleikjabúnað í síðustu viku.  

Hjónin Ethan Anderson og Jennifer Zhou ásamt syni þeirra gáfu Peyton Manning barnaspítalanum leikjatölvur, fjarstýringar og tölvuleiki að andvirði tveggja milljóna íslenskra króna. 

Notar ávöxtun af hlutabréfi til að gefa

Anderson sagðist hafa fengið umtalsverða ávöxtun af fjárfestingu sinni í hlutabréfi verslunarinnar GameStop og ákvað í kjölfarið að nota peninginn til að gera góðverk.

Mörg börn þurfa að liggja á spítala yfir hátíðarnar og er ljóst að gjafir fjölskyldunnar munu stytta stundir barnanna. Jólin eru spennandi tími fyrir börn og munu gjafirnar eflaust koma að góðum notum.

„Ég vona að börnin á spítalanum finni einhvern létti, frið og spennu. Einnig vona ég að þau upplifi það að góðir hlutir geta gerst,“ er haft eftir Anderson. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert