Jólum fagnað í World of Warcraft

Jólunum er svo sannarlega fagnað í tölvuleiknum World of Warcraft.
Jólunum er svo sannarlega fagnað í tölvuleiknum World of Warcraft. Grafík/Blizzard Entertainment

Tölvuleikjafyrirtækið Blizzard hefur hrint af stað árlegri jólahátíð innan tölvuleiksins World of Warcraft að nafni Feast of Winter Veil en hún hófst á miðvikudaginn í síðsutu viku.

Ýmsir atburðir, verkefni og gjafir tengdar jólunum eru í boði fyrir leikmenn á þessum tíma, meðal annars verður hægt að opna gjafir hjá tré Greatfather Winter á milli 25. desember og 2. janúar.

Gjafir fyrir leikmenn

Til þess að geta opnað gjafirnar þurfa leikmenn að klára verkefni sem fást frá trénu en alls sex gjafir eru í boði og hægt er að nálgast þær á öllum persónum sem leikmaður á á aðganginum sínum þ.e. gjafirnar eru ekki bundnar við aðganginn, heldur persónuna.

Persónur sem hafa lært matreiðslu (e. cooking), leðursmíði (e. leatherworking) eða klæðskerann (e. tailoring) munu einnig fá gjöf í pósti frá Greatfather Winter. Gjöfin inniheldur uppskriftir fyrir hverja iðn.

Fullt af jólavarning er einnig hægt að versla innanleikjar og eins uppskriftir fyrir flestar iðngreinar sem búa að jólafötum eða mat eru aðgengilegar í gegnum smásala sem finna má á víð og dreif um bæði Horde-svæðið sem og Alliance-svæðið.

Skellt sér í jólabúning

Ýmsar óspilanlegar persónur hafa einnig skellt sér í jólabúning og má nefna nokkra endakarla innanleikjar þegar leikmenn fara í víking (e. raids / e. dungeons). Tísti World of Warcraft frá stuttu myndbandi á opinberum aðgangi sínum þar sem sýnt var frá nokkrum mótherjum í jólabúning.

Allar upplýsingar um jólahátíðina má nálgast í gegnum þennan hlekk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert