Tölvuleikurinn Fortnite skorar á leikmenn að fljúga með kjúkling í tilefni vetrarhátíðarinnar en kortið í þriðja kaflanum er stórt og kjúklingarnir eru smáir.
Tölvuleikjasíðan PCGamer hefur því útbúið kort þar sem merkt er sérstaklega við svæðið þar sem vænlegast er að finna kjúklinga og eins birti fréttasíðan leiðbeiningar um það hvernig best er að ná þeim til að sigrast á áskoruninni.
Hér má sjá kortið þar sem teiknað hefur verið hring á ákveðið svæði innanleikjar en á þessu svæði, suðvestur við Rocky Reels, má finna bensínstöð og aðra byggingu við gatnamótin.
Rölti leikmenn um þetta svæði, líklega utanvegar, munu þeir að öllum líkindum koma auga á nokkra kjúklinga. Hinsvegar er ekki eins auðvelt að handsama kjúklinginn og það er að koma auga á hann.
Segir í leiðbeiningunum að „til þess að fljúga með kjúkling, þarf að hugsa eins og kjúklingur“ því það er ekki hlaupið svo glatt að því vegna þess að kjúklingarnir hlaupa hraðar en persónur leikmanna innanleikjar.
Er því upplagt að festa kjúklinginn í einskonar gildru með því að byggja veggi umhverfis kjúklinginn og þrengja „herbergið“ sem byggt er markvisst þangað til að kjúklingurinn er fastur í mjög litlu herbergi.
Þegar nógu þröngt er orðið um hann svo að leikmenn komast nálægt honum er ýtt á F takkann á lyklaborðinu, eða hvaða takka sem leikmenn kjósa að nota sem aðgerðartakka (e. interact), þegar merki birtist fyrir ofan kjúklinginn. Mögulegt er að merkið birtist aðeins í stuttan tíma ef að kjúklingurinn hefur enn mikið rými til þess að hlaupa um.
Þegar kjúklingnum hefur verið náð mun persónan innanleikjar færa hann fyrir ofan höfuðið og þá þurfa leikmenn ekki að gera annað en að hlaupa og hoppa til þess að virkja flugham (e. flying ability) kjúklingsins en þá lækkar þyngdarafl leikmanna að sökum litlu vængja kjúklingsins.
Til þess að klára áskorunina þurfa leikmenn að ná að fljúga eða stökkva að lágmarki 200 metra fyrir ofan jörðu og er því ráðlagt að hlaupa og stökkva einhversstaðar fram af kletti eða hól til þess að haldast lengur og hærra á lofti.