Cloud9 fyrstu meistarar í nýjum leik

Cloud9 eru fyrstu meistarar í leiknum Halo Infinite.
Cloud9 eru fyrstu meistarar í leiknum Halo Infinite. Ljósmynd/HCS

Mótaröð Halo Championship Series, eða HCS, hélt áfram síðustu helgi, en þá fór fram síðasta stórmeistaramót mótaraðarinnar ársins 2021. Var mótið það fyrsta í nýja leiknum Halo Infinite. 

Viðburður helgarinnar var HCS: Kickoff Major og var haldið á LAN-viburði í Raleigh í Bandaríkjunum.

Cloud9 og eUnited mættust í úrslitum

Það voru 32 lið frá Evrópu, Norður-Ameríku og Eyjaálfu sem tóku þátt í úrslitakeppni mótsins, sem var leikin í tvöfaldri útsláttarkeppni.

Þegar aðeins tvö lið stóðu eftir var komið að úrslitaviðureignni. Það voru Cloud9 og eUnited sem mættust í best-af-7 úrslitaviðureign mótsins. Viðureigninni lauk með 4-1 sigri Cloud9, sem eru nú fyrstu meistararnir í nýja leiknum Halo Infinite. 

Með sigrinum fá Cloud9 rúmlega 18 milljónir íslenskra króna í verðlaun, ásamt því að þeir fá 25 þúsund HCS stig sem liðin safna til að fá boð á önnur stórmeistaramót. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert