Opna rafíþróttamiðstöð á vinsælum ferðamannastað

Tælenska eyjan Phuket er vinsæl meðal ferðamanna.
Tælenska eyjan Phuket er vinsæl meðal ferðamanna. Ljósmynd/Mike Swigunski

Tælenska eyjan Phuket er vinsæll áfangastaður ferðamanna. Phuket tekur nú skref fram á við í hraðri þróun rafíþrótta í heiminum og opna þróunarmiðstöð fyrir rafíþróttir á eyjunni.

Tilkynnt hefur verið að tælenska liðið NKT muni í samstarfi við The Par Phuket Hotel opna þróunarmiðstöð rafíþrótta á eyjunni.

Skrifað var undir samstarfssamninginn á blaðamannafundi á Par Phuket hótelinu í gær. 

Gefa ungum leikmönnum tækifæri

Þróunarmiðstöðin verður staðsett á hótelinu. Markmið þróunarmiðstöðinnar er að hjálpa ungum rafíþróttamönnum að öðlast betri skilning á atvinnurafíþróttum og gefa þeim tækifæri til að þróa færni sína í rafíþróttum.

Einnig mun miðstöðin bjóða uppá kennslu fyrir foreldra um rafíþróttir og þau tækifæri sem þær hafa uppá að bjóða.

„Tæland er farið að sýna rafíþróttum meiri áhuga, ásamt því að hvetja yngri leikmenn til að taka þátt í rafíþróttastarfi.

Rafíþróttir geta gefið einstkalingum tækifæri á störfum og tekjum. Með áframhaldandi vexti rafíþrótta aukast tekjumöguleikar og fleiri tækifæri er að fá,“ er haft eftir Jumpon Tuitan hjá liðinu NKT.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert