Ráðleggur leikmönnum að undirbúa sig fyrir jólin

KIYOSHI OTA

Tölvuleikjaspilarar mega búast við því að mikil umferð verði á netþjónum tölvuleikja og tengdum þjónustum þann 25. desember þar sem sífellt fleiri fá gjafakort, leikjatölvur eða tölvuleiki í jólagjöf.

Í gegnum stuðningsreikninginn sinn á Twitter lagði Nintendo til að leikmenn sem hyggjast að nota netþjónustu Nintendo þessa hátíðarhelgi myndu undirbúa sig eins vel og mögulegt er til þess að sporna við óþarfa bið og gloppum.

Hvort sem það er að ræsa og setja upp nýjar leikjatölvur eða uppfærslur, kaupa leiki eða setja upp Nintendo reikning, þá ýmist Nintendo Online eða fjölskyldu aðgang. Haft eftir TechCodex.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert