Efnishöfundnurinn Ludwig Ahgren flutti störf sín nýlega frá streymisveitunni Twitch yfir á YouTube en nýlega sveikst hann óvart undan samningnum sem hann hafði gert við YouTube.
Streymdi Ludwig á Twitch aðgangi vinar síns, slimeIRL, til þess að sýna frá mótaröðinni Smash Summit 12 en það var einmitt þannig sem hann sveikst undan samningnum því samkvæmt honum má Ludwig ekki streyma annarsstaðar en á YouTube.
Var Ludwig viss um að hann væri að streyma á sínum aðgangi, á YouTube, og taldi að allt væri með felldu en fljótlega áttaði sig hann á því að svo væri ekki og kveður hann áhorfendur með „úps ég er á Twitch“ og svo lokast skyndilega fyrir streymið.
Síðar skýrir hann frá þessu og hlær í streyminu sínu á YouTube en áhorfendur fylltu spjallgluggann með ásökunum um það að vera seinn á streymið, sem hann vissulega var en hann útskýrði fyrir áhorfendum hvað hafði skeð.
Hér að neðan má horfa á YouTube streymið þar sem Ludwig skýrir frá því hvað gerðist.