Var fjarverandi vegna andlegra veikinda

Nicolai „dev1ce“ Reedtz, leikmaður Ninjas in Pyjamas í Counter-Strike: Global …
Nicolai „dev1ce“ Reedtz, leikmaður Ninjas in Pyjamas í Counter-Strike: Global Offensive. Ljósmynd/Ninjas in Pyjamas

Seinnipartur ársins 2021 var ekki dans á rósum hjá hinum danska Nicolai „dev1ce“ Reedtz. Dev1ce er þekkt nafn í Counter-Strike:Global Offensive senunni, en hann spilar fyrir Ninjas in Pyjamas.

Dev1ce missti af undan- og lokaúrslitum mótsins IEM Winter sem fór fram í lok nóvember, ásamt því að hann var ekki í leikmannahópi Ninjas in Pyjamas á lokamóti BLAST Premier sem lauk síðustu helgi. 

Tekur skref í átt að bata

Ástæðan fyrir því að hann missti af leikjum var vegna heilsuvandamála, en ekki var ljóst hvers vegna fyrr en í byrjun þessarar viku. 

Dev1ce setti inn færslu á Twitter þar sem hann lýstir yfir því að andlegu heilsu hans hafi hrakað til muna síðastliðna mánuði og hafi ákveðið að taka sér pásu vegna þessa. Hann segir ástæðu slæmrar andlegrar líðan vera vegna persónulegs og keppnistengds álags. 

„Ég hef verið að stíga skref í átt að bata og hlakka til að leggja á mig þá vinnu sem þarf til að komast aftur á toppinn og verða besta útgáfan af sjálfum mér,“ segir í færslu Dev1ce.

Hann segir lið hans, Ninjas in Pyjamas, hafi sýnt honum mikinn skilning vegna heilsubrests hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert