Auka heilavirkni apa með tölvuleikjum

Ljósmynd/Adèle

Bonobos-aparnir í dýragarðinum í Columbus í Bandaríkjunum fá að njóta öðruvísi afþreyinga en apar eru vanir.

Apar af Bonobos-tegund eru í útrýmingarhættu, en þeir eru sagðir leikglaðir, forvitnir, ástríkir og gáfaðir. Bonobos-aparnir í dýragarðinum í Columbus hafa nú lært að spila tölvuleiki.

Markmiðið að auka heilavirkni

Leikirnir sem aparnir spila eru einfaldir, og fá þeir matarkyns verðlaun nái þeir að leysa verkefnin sem leikirnir bjóða uppá. Með því að þjálfa apana til að spila tölvuleiki gefst þeim tækifæri auka heilavirkni sína.

„Það er mikilvægt að þeir fái andlega örvun og séu virkir líkamlega, og þessvegna höfum við gripið til þeirra ráða að nota tölvuleiki til að örva þá meira andlega.

Við höfum möguleikann á að setja upp mismunandi leiki fyrir apana, með því markmiðið að þeir geti valið sjálfið hvað þeir vilji gera og hvaða verðlaun þeir fá.

Með því að bjóða þeim uppá það gerum við þeim kleift að gefa þeim meira val og stjórn svo þeir taki virkar ákvarðanir í daglegu lífi,“ er haft eftir Audra Meinfelt, forstöðumanni dýragarðsins í Columbus. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert