Gefa kvenkyns spilurum aukin tækifæri

Skjáskot/youtube.com/BBC

Mótshaldarinn ESL hefur nú stofnað nýja mótaröð fyrir kvenkyns spilara í leiknum Counter-Strike: Global Offensive í samstarfi við fyrirtækin DHL og Intel.

Nýja mótaröðin nefnist Women's CSGO Circuit, og verður einungis ætluð kvenkyns CS:GO-spilurum. Heildarverðlaunafé mótaraðarinnar verður 65 milljónir íslenskra króna. Slík fjárhæð er áður óséð í mótum sem einungis eru ætluð kvenkyns spilurum. 

Kvenkyns spilarar fá fleiri tækifæri

Framtakið er fyrsta skrefið að nýrri stefnu ESL sem nefnist #GGForAll. Með stefnunni leggur ESL áherslu á að allir geti verið með, ásamt því að gera rafíþróttir að virtu og valdeflandi rými.

Með stofnun mótsins myndast nýtt vistkerfi í rafíþróttum. Mótaröðin mun innihalda svæðisbundnar keppnir, ásamt því að sjálfstæðar keppnir fyrir þátttakendur fara fram á viðburðum DreamHack og ESL.

Ásamt stofnun mótaraðarinnar mun ESL einnig bæta við ESL Cash Cup-móti fyrir kvenkyns lið á ESEA. ESL mun halda áfram að vinna að því að fjölga kvenkyns fulltrúum í útsendingum sínum og innan fyrirtækis síns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert