Gjaldfrjáls til spilunar yfir hátíðina

Overwatch.
Overwatch. Skjáskot/YouTube/PlayOverwatch

Hinn geysivinsæli tölvuleikur Overwatch er gjaldfrjáls til spilunar fyrir þá sem ekki hafa keypt leikinn nú þegar yfir hátíðina eða fram að 2. janúar.

Líkt og með fyrri gjaldfrjálsar prufuáskriftir (e. free trial) sem Overwatch hefur staðið fyrir fá þeir sem nýta tækifærið aðgang að öllum 32 hetjum og 28 kortum leiksins ásamt öllum leikhömum sem Overwatch býður upp á.

Þeir leikmenn munu geta spilað leikinn eins og aðrir, hækkað um reynsluþrep (e. level up), opnað fyrir ákveðna eiginleika til þess að sérsníða persónur sínar og unnið sér inn fengbox (e. loot box) í gegnum spilun leiksins.

Prufuáskriftin er aðgengileg fyrir þá sem spila í gegnum PC-tölvur, Xbox- og PlayStation-tölvur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert