Héldu litlu jólin á GameTíví

GameTíví fagnaði jólunum með áhorfendum í beinni.
GameTíví fagnaði jólunum með áhorfendum í beinni. Skjáskot/Twitch/GameTíví

Strákarnir í GameTíví fögnuðu jólunum með því að halda „litlu jólin“ í beinu streymi síðastliðinn mánudag.

Hófst streymið á því að Óli Jóels spurði aðra gestgjafa á streyminu hvað væri sköllótt með engar kúlur og í kjölfarið ræða strákarnir hvað það gæti verið. Lengra inni í streyminu fara þeir yfir jólapakkana og hvernig þeir ætla að vinna jólagjafir fyrir áhorfendur. 

Áhorfendur gátu skráð sig í pottinn í gegnum spjallið á streyminu og síðan setti Dói listann á rúllettu og sneri hjólinu til þess að finna sigurvegara.

Skýrðu þeir frá því að með árangri innanleikjar og stuðningi frá áhorfendum aflæstust ákveðnir pakkar. Má nefna að fyrsti pakkinn fól í sér tímabundna áskrift að Vodafone-fjölskyldupakkanum, pítsu frá Dominos, önd til þess að hafa með í baðinu, tölvuleikjum og GameTíví-stuttermabol en pakkinn aflæstist um leið og strákarnir náðu fimmtán drápum innan tölvuleiks.

Fleiri pakkar voru í boði fyrir áhorfendur og hægt að fylgjast með fjörinu í GameTíví hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert