Matrixið birtist í Fortnite

Fortnite bætir við nýjum hlutum í vefverslun sína í anda …
Fortnite bætir við nýjum hlutum í vefverslun sína í anda The Matrix. Skjáskot/YouTube/GameSpot

Í tilefni nýrrar Matrix-kvikmyndar hefur Fortnite ákveðið að taka þátt í fjörinu með því að bæta við hlutum tengdum Matrixinu í vefverslun sína.

Tveir nýir „dansar“ (e. emotes) í Matrix-búningi verða aðgengilegir í versluninni ásamt nýju útliti fyrir vopn, sem einnig verða í Matrix-búningi.

Nýtt útlit vopna gerir leikmönnum kleift að lita vopnin svört með áföstum grænum forritunarkóða líkt og í kvikmyndinni.

Dansarnir tveir sem nú eru aðgengilegir eru annars vegar þar sem leikmenn geta fengið persónur sínar til þess að taka hið goðsagnakennda svifspark sem Trinity framkvæmdi í kvikmyndinni The Matrix.

Hins vegar býður seinni dansinn leikmönnum upp á að láta persónur sínar beygja sig aftur til þess að verjast byssukúlu eins og Neo gerði í sömu kvikmynd en hér að neðan má horfa á myndband þar sem dansarnir eru framkvæmdir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert