Fleiri námskeið vegna mikillar aðsóknar

Ljósmynd/Arena

Jólanámskeið barna í rafíþróttum var haldið fyrr í vikunni fyrir börn á aldrinum átta til fjórtán ára í rafíþróttahöllinni Arena.

Seldist hratt upp

Seldist upp á námskeiðið á aðeins örfáum dögum eftir að það var auglýst og í ljósi þess hafa stjórnendur Arena ásamt yfirþjálfaranum, Þóri Viðarssyni, ákveðið að blása til tveggja nýrra námskeiða um áramótin.

Fara áramótanámskeiðin fram dagana 27. til 29. desember og eru þau einnig ætluð börnum á aldrinum átta til fjórtán ára. 

Sambærileg jólanámskeiðinu

Áramótanámskeiðin verða sambærileg jólanámskeiðinu og mun Þórir Viðarsson fara með þjálfun á meðan námskeiði stendur. Á báðum námskeiðum verður lögð áhersla á samskipti og samvinnu samkvæmt tilkynningunni ásamt því að hugað verður að hraustari líkama og sál.

Einungis verður pláss fyrir 60 börn að þessu sinni. Mun Arena skipta börnunum í þrjá 20 manna hópa á námskeiðinu.

Skráning og greiðsla fer fram á vefsíðu Arena og kemur þar fram að slegið verði af gjaldinu fyrir systkin.

Hér að neðan má sjá myndband sem Arena birti á Instagram af jólanámskeiðinu.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert