Vetrarútsala leikjaveitunnar Steam er nú hafin. Útsölunni lýkur janúar næstkomandi og eru margir leikir á góðum afslætti.
Steam heldur árstíðabundnar útsölur á ári hverju, og nú er komið að vetrarútsölunni.
Margir leikir eru á veglegum afslætti, t.d. er It Takes Two á 50% afslætti, Far Cry 5 á 80% afslætti, Cyberpunk 2077 á 50% afslætti og Red Dead Redemption II á 50% afslætti.
Viðbótapakka leikja er einnig að finna á útsölunni, ásamt heilu leikjaröðunum.
Er þetta tilvalið tækifæri til að fara og vafra um vefverslun Steam, í leit að nýjum og gömlum leikjum til að bæta í safnið. Hægt er að heimsækja vefverslun Steam til að skoða hvaða leikir eru á afslætti.