Brasilíski fótboltamaðurinn Neymar hefur gert samning við Facebook Gaming og mun hann nú streyma reglulega frá því er hann spilar tölvuleiki.
Nú þegar er Neymar með 1,8 milljónir fylgjenda á streymisveitunni Twitch en hann hefur ekki streymt þar lengi svo engin myndbönd er þar að finna.
„Pabbi er opinberlega á Facebook Gaming!“ segir Neymar í tilkynningu á facebooksíðu sinni en hann birti færslu fyrir um viku þar sem hann sagðist vera að fara af stað með reglulegt tölvuleikjastreymi.