Tölvuleikjaserían Sims hefur í gegnum árin verið mjög vinsæl og spiluð af stórum hluta landans en leikjaveitan Steam býður upp á sérstakan pakka á vetrarútsölu sinni sem inniheldur Sims 3-safnið.
Tölvuleikjaveitan Steam býður upp á stóran pakka af Sims 3-tölvuleikjum á 82% afslætti en í pakkanum eru nítján Sims 3 tölvuleikir. Tilboðið gildir fram að 5. janúar og kostar þessi pakki nú 66,50 bandaríkjadali eða 8.693 krónur í stað 379,81 bandaríkjadals, sem eru tæplega 50.000 krónur.
Innifalið í pakkanum eru meðal annars aukapakkarnir Pets, World Adventure, Seasons, Supernatural, University Life, Supernatural og 70's 80's 90's.
Tekið er fram að eigi einstaklingar nú þegar einhverja leiki í safninu þá borgi þeir ekki sérstaklega fyrir þá og afslátturinn helst á hinum leikjunum í safninu.
Er þetta því kjörið tækifæri fyrir Sims 3-leikmenn til þess að fullkomna safn sitt eða nálgast það á ný í gegnum Steam hafi þeir glatað tölvuleikjunum sem áður voru settir upp með geisladiskum.