Fagna sölu fimm milljón eintaka

Sea of Thieves hefur nú verið seldur í fimm milljónum …
Sea of Thieves hefur nú verið seldur í fimm milljónum eintaka á leikjaveitunni Steam. Skjáskot/Sea of Thieves

Sjóræningjaleikurinn Sea of Thieves kom út árið 2018, en fór í fyrsta sinn í sölu á leikjaveitunni Steam árið 2020.

Leikurinn hefur notið mikilla vinsælda síðan, en fyrr á þessu ári voru samtals 25 milljón leikmenn sem spiluðu leikinn. Nú hefur Sea of Thieves náð enn einum áfanganum.

Stór áfangi

Eftir að hafa komið út árið 2018 varð sjóræningjaleikurinn Sea of Thieves strax vinsæll, enda skemmtilega útfærður og góður til spilunar með vinum. Þegar hann varð aðgengilegur á leikjaveitunni Steam í fyrra náðu vinsældir leiksins nýjum hæðum.

Rétt fyrir jól tilkynntu þróunaraðilar leiksins að fimm milljónir eintaka hefðu nú verið seldar á leikjaveitunni Steam einni og sér, og væri það stór áfangi fyrir þá.

Vegna þessa gefst spilurum leiksins nú tækifæri á að næla sér í frían varning innan leiksins. Það eina sem þarf að gera til að nálgast vinninginn er að opna leikinn fyrir 30. desember næstkomandi.

Sea of Thieves er nú á góðum afslætti á vetrarútsölu leikjaveitunnar Steam, og er hægt að næla sér í eintak fyrir rúmar 2.600 íslenskar krónur hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert