Kosningar Steam Awards í fullum gangi

Notendur leikjaveitunnar Steam geta nú kosið leiki í tíu flokkum …
Notendur leikjaveitunnar Steam geta nú kosið leiki í tíu flokkum á Steam Awards. Skjáskot/Steam

Leikjaveitan Steam veitir verðlaunin Steam Awards í lok hvers árs. Notendur veitunnar kjósa leiki í mismunandi flokkum, ásamt því að þeir ákveða hvaða leikir eru tilnefndir hverju sinni.

Notendur Steam fengu tækifæri til að kjósa hvaða leikir yrðu tilnefndir í tíu flokkum fyrir stuttu.

Fimm leikir tilnefndir í hverjum flokki

Nú er komið í ljós hvaða leikir fengu flest atkvæði, og hafa fimm efstu leikir hvers flokks nú verið tilnefndir til verðlauna.

Fimm leikir eru tilnefndir í flokkunum Game of the year, VR Game of the year, Labor of love, Better with friends, Outstanding visual style, Most innovative gameplay, Best game you suck at, Best soundtrack, Outstanding story-rich game og Sit back and relax.

Þessir flokkar gefa bæði nýjum og eldri leikjum tækifæri á að vinna til verðlauna, ásamt því að spanna fjölda tegunda leikja.

Hægt er að sjá hvaða fimm leikir eru tilnefndir í hverjum flokki á vefsíðu Steam, en kosning fer fram á sama stað. Allir notendur geta kosið leik í öllum tíu flokkunum, og lýkur kosningunni 3. janúar næstkomandi.

Notendur sem taka þátt í kosningunni fá sérstök Steam-skiptikort að launum fyrir hvern kosinn leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert