Styttist í Elden Ring

Leikurinn Elden Ring kemur út í febrúar 2022.
Leikurinn Elden Ring kemur út í febrúar 2022. Skjáskot/Youtube/BANDAI NAMCO

Aðdáendur leikjaraðarinnar Dark Souls hafa beðið fullir eftirvæntingar eftir leiknum Elden Ring frá því að fyrst var tilkynnt um gerð leiksins árið 2019. Nú er kominn staðfestur útgáfudagur hans.

Þróunarfyrirtækið FromSoftware sér um gerð leiksins Elden Ring í samstarfi við leikjastjórann Hidetaka Miyazaki og rithöfundinn George R.R. Martin.

Tekur við af Dark Souls

Leikurinn er arftaki hinnar vinsælu leikjaraðar Dark Souls, og bíða aðdáendur Dark Souls-leikjanna nú eftirvæntingarfullir eftir nýjum leik.

Útgáfudagur leiksins hefur nú verið gefinn út, en áætlað er að hann kom út 25. febrúar 2022.

Elden Ring verður hægt að spila á tölvur með stýrikerfinu Windows á leikjaveitunni Steam, og er hægt að forpanta hann í vefverslun leikjaveitunnar Steam hér. Einnig verður hægt að spila leikinn á PlayStation 4 og 5, og Xbox One og Series X/S.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert