Vakinn af aðdáendum

Ljósmynd/Matheus Vinicius

Þegar einstaklingar streyma frá því er þeir sofa er talað um svefnstreymi, en það hefur rutt sér leið á Twitch og er orðið vinsælt meðal áhorfenda streymisveitunnar.

MrMouton er einn margra einstaklinga sem hafa haft svefnstreymi á rás sinni, en hann lenti í óvæntu atviki fyrr í desembermánuði.

Aðdáendur dóu ekki ráðalausir

MrMouton var með kveikt á vefmyndavél sinni er hann sýndi frá því er hann svaf í beinni útsendingu á twitchrás sinni. Aðdáendur hans gripu til sinna ráða og ákváðu að reyna að vekja hann. 

Var streymirinn með kveikt á hljóðviðvörunum á streyminu, sem gefa aðdáendum tækifæri á að gefa twitchbita eða pening og senda upplesin skilaboð með. Sniðugur aðdáandi náði að senda pirrandi og hávær skilaboð sem vöktu MrMouton og var þar markmiði aðdáenda náð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert