Segir tölvuleiki listform

AFP

Stofnandi Hazelight Studios, Josef Fares, ræðir notkun NFT í tölvuleikjum í viðtali hjá The Washington Post. Hann kysi frekar að vera skotinn í hnéð en að bæta NFT við tölvuleiki á sínum vegum.

Fares er andvígur nýjustu innviðum stórra fyrirtækja í tölvuleikjaheiminum, NFT, og segir að hann kynni að vera álitinn heimskur fyrir að trúa því að tölvuleikir séu fyrst og fremst listform og síðan hluti af atvinnurekstri.

Tölvuleikjaspilun er list

„Hvaða ákvörðun sem þú tekur innanleikjar, þar sem þú þarft að laga hönnunina til þess að láta leikmennina borga eða gera eitthvað til þess að þeir vilji borga peninga, er rangt, ef þú spyrð mig,“ segir Fares.

„Ef þú spyrð einhvern háttsettan framkvæmdastjóra sem rekur fyrirtæki myndi hann segja að ég væri heimskur því að fyrirtæki snúast um að þéna peninga. Ég myndi samt segja nei. Fyrir mína parta er tölvuleikjaspilun list.“

Áherslan ekki lögð á endurspilun

Leikjastjórinn og rithöfundurinn hélt áfram að segja að hann styddi ekki of mikið við þjónustuverkefni í beinni (e. live service projects) vegna viðvarandi vandamála iðnaðarins þar sem of margir leikir eru enn ókláraðir.

„Þjónusta í beinni? Við munum aldrei hafa slíkt. Fólk getur unnið með það, og ég er ekki segja að endurspilunarhæfni sé slæm fyrir alla leiki,“ segir Fares.

„Ég er bara að segja að fyrir leikina sem við gerum  sögu sem byggist á sögudrifnum leikjum, flesta einstaklingsleiki  ætti áherslan ekki að vera á endurspilunarhæfni vegna þess að það er ekki það sem þetta snýst um.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert