Warzone-leikmaður vann leik með óvenjulegum hætti og birti hann myndband af því á samfélagsmiðlinum Reddit.
Reddit-notandinn LordTexugo birti myndband af því þegar hann spilaði heila viðureign í tölvuleiknum Warzone og tókst að sigra með því að eyða sem mestum tíma uppi í skýjunum, í flugvél.
Myndbandið er um átta mínútur að lengd en þegar LordTexugo hefur leikinn snýr hann sér strax að snyrtilegri orrustuflugvél og tekur á loft í henni. Þannig tekst honum að halda sér á lofti og skjóta aðra leikmenn nánast allan leikinn.
Hér að neðan má horfa á myndbandið í heild sinni.