John Madden látinn

John Madden er látinn, 85 ára að aldri.
John Madden er látinn, 85 ára að aldri. AFP

John Madden, fyrrverandi NFL-þjálfari og sjónvarpsmaður, er látinn 85 ára að aldri.

NFL-deildin tilkynnti andlát goðsagnarinnar í nótt, en segir þar að Madden hafi látist fyrirvaralaust. 

Madden þjálfaði ameríska fótboltaliðið Oakland Raiders og leiddi það sigurs í Ofurskálinni (e. Super Bowl) árið 1977.

Hann lýsti leikjum í NFL-deildinni eftir að hann hætti að þjálfa, og varð vinsæll sjónvarpsmaður. Hann vann til 16 Emmy-verðlauna fyrir íþróttafréttamennsku.

Síðar varð Madden andlit amerísku fótboltatölvuleikjanna Madden, sem enn njóta mikilla vinsælda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert