Nýr Pokémon-leikur í janúar

Pokémon Legends: Arceus kemur út í janúar 2022.
Pokémon Legends: Arceus kemur út í janúar 2022. Grafík/The Pokémon Company

Flestir muna eftir að hafa spilað Pokémon-leiki á yngri árum. Í janúar kemur út glænýr leikur sem ber nafnið Pokémon Legends: Arceus og fer með leikmenn aftur í tímann, á upphafsstað Pokémon-sögunnar.

Pokémon Legends: Arceus gerist í Hisui-héraði, og fá leikmenn það verkefni að búa til fyrsta Pokédex héraðsins. Leikmenn fara í rannsóknarleiðangra og kanna landsvæðið til að uppgötva villtu Pokémonana sem reika þar um landið, veiða þá og skrásetja í fyrsta skipti.

Leikurinn kemur út 28. janúar 2022 og verður aðeins aðgengilegur á leikjatölvur Nintendo Switch.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert