Opna rafíþróttasvæði á alþjóðaflugvelli

Frá Incheon flugvelli í Suður-Kóreu.
Frá Incheon flugvelli í Suður-Kóreu. Ljósmynd/Pond Juprasong

Auknar vinsældir rafíþrótta um allan heim verða til þess að rafíþróttasvæði spretta upp á ýmsum stöðum. Nú hefur verið tilkynnt að opnað verði rafíþróttasvæði á alþjóðaflugvellinum Incheon í Suður-Kóreu.

Umferð um Incheon-flugvöll hefur verið lítil í ár miðað við önnur ár, líkt og á öðrum flugvöllum, vegna heimsfaraldurs. Nú búa forsvarsmenn vallarins sig undir nýtt ár og búast við fjölgun ferðamanna.

Opnun rafíþróttasvæðis á flugvellinum er hluti af þeim undirbúningi, og er um að ræða nýjung á Incheon-flugvelli. Aðstaðan mun kallast „Gamer Lounge“ og verður á biðsvæði á fyrsta svæði flugstöðvarinnar (e. terminal). 

„Við munum uppfæra verslunarsvæði Incheon-flugvallar í samþætt menningarsvæði,“ er haft eftir forstjóra flugvallarins, en rafíþróttir eru nú mikilvægur hluti af suðurkóreskri menningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert