Útgáfudegi God of War Ragnarök lekið

Útgáfudegi God of War Ragnarök hefur verið lekið.
Útgáfudegi God of War Ragnarök hefur verið lekið. Grafík/God of War Ragnarök

God of War-leikirnir hafa notið vinsælda frá útgáfu fyrsta leiks leikjaraðarinnar. Fyrsti leikurinn kom út fyrir tæpum sautján árum, og er nýr leikur væntanlegur á næsta ári.

Aðdáendur God of War hafa beðið eftirvæntingarfullir eftir frekari fréttum af nýjasta leik leikjaraðarinnar, God of War Ragnarök. Tilkynnt var um leikinn fyrst í september árið 2020.

Upplýsingum um útgáfudag hefur nú verið lekið á veraldarvefinn. PlayStation Game Size lak útgáfudeginum á samfélagsmiðlinum Twitter og segir þar að God of War Ragnarök komi út 30. september 2022. 

Ekki er hægt að segja til um hvort um sé að ræða áreiðanlega upplýsingar, en margt bendir til þess að þær séu réttar. Aðdáendur hafa lýst yfir spennu sinni vegna þessara upplýsinga og bíða spenntir eftir útgáfu.

God of War-leikjaröðin hefur aðeins verið aðgengileg á PlayStation í gegnum tíðina, og verður nýjasti leikurinn, God of War Ragnarök, aðeins aðgengilegur á PlayStation 4 og 5.

Hins vegar verður 2018-útgáfa leiksins God of War aðgengileg á Windows-stýrikerfi í janúar 2022 í fyrsta sinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert