EA Games minnast Johns Maddens

John Madden heitinn var andlit amerísku fótboltaleikjanna Madden.
John Madden heitinn var andlit amerísku fótboltaleikjanna Madden. AFP

Tölvuleikjafyrirtækið EA Games framleiðir marga íþróttaleiki, m.a. Madden-leikina. Fyrirtækið hefur nú sent út þakkarkveðjur til Johns Maddens í kjölfar andláts hans.

„Í dag misstum við hetju,“ segir í upphafi færslu EA Games á Twitter í kjölfar frétta af andláti Johns Maddens. Færslunni lýkur á hinum hjartnæmu orðum „takk þjálfari“.

Fyrsti Madden-leikurinn kom út 1988

Amerísku fótboltaleikirnir Madden voru nefndir í höfuðið á goðsögninni John Madden. Fyrsti Madden-leikurinn kom út árið 1988 og sá nýjasti í ágúst í ár. Útgáfum leiksins er hagað á sama hátt og FIFA-leikjunum, en nýr leikur kemur út á hverju ári.

Hafa Madden-leikirnir notið mikilla vinsælda frá upphafi og hafa EA Games séð um útgáfu þeirra frá árinu 2004. EA Games og John Madden áttu því samleið í langan tíma, þó að Madden sjálfur hafi ekki komið nálægt útgáfu leikjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert