Fortnite lá niðri í nokkrar klukkustundir

Grafík/Fortnite

Hinn gríðarlega vinsæli leikur Fortnite lá niðri í gærkvöldi, mörgum spilurum til mikilla óánægju. Liðu nokkrir klukkutímar þangað til að vandamálið var lagað, og leikurinn varð aftur spilanlegur.

Seinnipartinn í gær fóru spilarar leiksins Fortnite að lenda í því að geta ekki skráð sig inn í leikinn, og í kjölfarið birti Fortnite Status færslu á Twitter um að þeir vissu af vandamálinu og ynnu að því að laga það eins fljótt og hægt væri.

Það var þó ekki fyrr en um miðnætti sem næsta færsla birtist á síðu Fortnite Status á Twitter, um að vandamálið hefði verið lagað. 

Notendur leikjaveitunnar Epic Games, sem gaf út leikinn Fortnite m.a., lentu margir hverjir í tæknilegu veseni með niðurhal og annað á leikjaveitunni. Ekki er ljóst hvort að málin tengjast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert