Tom Holland í kvikmynd byggðri á tölvuleik

Tom Holland.
Tom Holland. AFP

Leikjaröðin Uncharted hefur slegið í gegn frá útgáfu fyrsta leiks árið 2007. Mikið verður um að vera fyrir aðdáendur leikjanna árið 2022, en bæði kvikmynd og nýr leikur koma út á árinu.

Tom Holland fer með hlutverk aðalsögupersónunnar

Kvikmynd byggð á sögu leikjanna Uncharted kemur út í lok febrúar 2022, en aðalleikarar myndarinnar eru Tom Holland, Mark Wahlberg og Sophia Ali. Tom Holland mun fara með hlutverk aðalsögupersónu leikjanna, Nathan Drake.

Leikaravalið gefur til kynna að mikill metnaður var lagður í það að gera sögu Uncharted að kvikmynd, enda hafa leikirnir fengið frábærar umsagnir frá upphafi.

Kemur út í fyrsta sinn á Windows-stýrikerfi

Ásamt kvikmyndinni fá aðdáendur einnig að njóta útgáfu nýs leiks, en ekki er um nýja sögu að ræða heldur sameinaða sögu og endurgerð tveggja eldri leikja.

Leikurinn nefnist Uncharted: Legacy of Thieves Collection, og verður hann fyrsti Uncharted-leikurinn sem verður spilanlegur á Windows-stýrikerfi.

Útgáfudagur Uncharted: Legacy of Thieves Collection hefur ekki verið tilkynntur, en staðfest hefur verið að hann komi út árið 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert