Hannar skjá til þess að sleikja

Með nýrri tækni verður hægt að sleikja bragðbætta tölvu og/eða …
Með nýrri tækni verður hægt að sleikja bragðbætta tölvu og/eða sjónvarpsskjái. Ljósmynd/Unsplash

Mannkynið er einu skrefi nær því að skapa fjölþátta skynupplifun á stafrænum grundvelli með nýrri frumgerð sjónvarps en hún býður aðnjótendum að smakka á skjánum og finna raunverulegt bragð af mat.

Eru þetta því gleðifregnir fyrir tölvuleikjaspilara þar sem að matur hefur spilað stór hlutverk í mörgum hverjum tölvuleiknum og því margir lýst yfir áhuga sínum á að smakka kræsingar innanleikjar, í raunheimum.

Hægt að smakka skjáinn

Homei Miyashita, prófessor við Meji háskólann, hefur þróað frumgerð af sjónvarpsskjá sem hermir eftir bragði og geta því aðnjótendur sleikt skjáinn og fundið sambærilegt bragð af mat sem skjárinn sýnir.

Græjan, sem heitir Taste the TV (TTTV), notar hringekju með tíu bragðbrúsum sem spreyja frá sér mismunandi brögðum til þess að mynda ákveðna blöndu bragðs til samanburðar við matinn sem skjárinn sýnir. Bragðprufurnar þekja síðan hreinlætisfilmu sem situr á flatskjánum fyrir aðnjótendur til þess að smakka á.

Auðgar upplifun aðnjótenda

Miyashita segir þessa tækni geti auðgað hvernig maðurinn tengist umheiminum.

„Markmiðið er að gera fólki kleift að upplifa eitthvað eins og að fara út að borða annarsstaðar í heiminum, frá heimilinu sínu,“ segir Miyashita.

Miyashita vinnur með teymi sem samanstendur af þrjátíu nemendum sem hefur skapað fjöldan allan af bragðskynstengdum græjum, meðal annars gaffal sem eykur bragð mats sem snætt er með honum.

Framleiðslukostnaður yfir 100,000 kr

Hann segist hafa verið að smíða þessa frumgerð sjálfur undanfarið ár og að auglýsingaútgáfan myndi kosta í kringum 100,000 yen í framleiðslukostna en það eru rúmlega 110,000 íslenskar krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert