Paris Hilton opnar eyju í Roblox

Paris Hilton og maðurinn hennar Carter Milliken Reum.
Paris Hilton og maðurinn hennar Carter Milliken Reum. AFP

Hótelerfinginn Paris Hilton tilkynnti nýlega að hún hafi orðið sér úti um eyju í tölvuleiknum Roblox þar sem hún mun halda tónleika sem plötusnúður í kvöld.

Eins og kemur fram hjá Reuters, hefur fjölmiðlafyrirtækið hennar Hilton, 11:11 Media, komið sér upp um eyju að nafni Paris World í tölvuleiknum og munu aðdáendur geta heimsótt eyjuna sér að kostnaðarlausu.

Eftirlíking af Beverly Hills setrinu

Á eyjunni er eftirlíking Beverly Hills setrinu hennar með tilheyrandi hundasetri auk eftirlíkingu af tívolí innblásnu brúðkaupi hennar.

„Fyrir mitt leyti, er metaheimurinn eitthvað sem býður þér upp á að gera allt sem þú getur í kjötheimum, nema í stafræna heiminum,“ segir Hilton.

„Það fá ekki allir að upplifa það, svo það er það sem við höfum unnið saman að síðastliðið ár - að gefa þeim allan þann innblástur um það sem ég vil í þeim heimi.“

Heldur tónleika á gamlárs

Paris Heimurinn (e. Paris World) mun fela í sér örfærslur (e. microtransactions) þar sem aðdáendur geta borgað fyrir stafræna búninga innanleikjar eða ferðir á þotuskíðum í kringum eyjuna.

Hilton vonast til þess að laða aðdáendur til sín á eyjuna með því að halda stafræna tónleika sem plötusnúður í kvöld en í kjötheimum geta slíkir tónleikar með henni kostað allt að eina milljón bandaríkjadali en það eru 130,75 milljónir íslenskra króna fyrir kvöldið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert