Annað met slegið á Steam

Það hafa aldrei fleiri verið virkir á Steam eins og …
Það hafa aldrei fleiri verið virkir á Steam eins og um áramótin. Ljósmynd/Unsplash/Fredrick Tendong

Ljóst er að sífellt fleiri spila tölvuleiki um þessar mundir og sló tölvuleikjaveitan Steam enn eitt metið í gær þegar að tæplega 28 milljónir einstaklinga voru virkir samtímis en það er mesti fjöldi leikmanna eru skráðir inn á sama tíma.

Síðasta sambærilega met var slegið í nóvember þegar að 27 milljónir einstaklinga voru virkir samtímis.

Upplýsingarnar koma frá vefsíðunni SteamDB en sú vefsíða fylgist grannt með notkun leikjaveitunnar og heldur utan um tölfræði tengda henni. 

Þrátt fyrir gífurlega háa tölu virkra einstaklinga voru ekki nema um 8,2 milljónir einstaklingar að spila. Er því líklegt að aðrir notendur Steam hafi verið skráðir inn til þess að spjalla við vini sína um heim allan í gegnum veituna. 

Þeir notendur sem voru að spila voru flestir að spila tölvuleikina Counter-Strike: Global Offensive og Dota 2. Tölvuleikirnir PUBG: Battlegrounds, Apex Legends og Team Fortress 2 voru einnig á lista yfir fimm mest spiluðu leikina þegar metið var slegið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert