Tækifæri til tölvuleikjaspilunar verða sífellt fleiri og var ný tölvuleikjaveita frá Samsung opinberuð á CES 2022 en sú veita verður sett upp fyrir ákveðin Samsung snjallsjónvörp.
„Við vitum að vinsældir tölvuleikjaiðnaðarins halda áfram að vaxa hjá kúnnum okkar og við höfum ákveðið að brúa bilið á milli snjallsjónvarpa og háþróaðara tölvuleikjaforrita til þess að skapa einfaldari leið fyrir fólk til þess að spila leikina sem það elskar,“ segir Won-Jin Lee, forseti fyrirtækisins Samsung Electronics.
Nýja veitan sem væntanleg er til snjallsjónvarpa frá Samsung heitir Samsung Gaming Hub og verður aðgengileg í gegnum valmynd sjónvarpanna. Þar verður hægt að fletta í gegnum leikjasafn og spila þá tölvuleiki sem notandinn hefur áhuga á.
Haft eftir TechCodex.