Ódauðlega áskorunin tekin með hökunni

HanDcapableSean spilar tölvuleiki með hökunni.
HanDcapableSean spilar tölvuleiki með hökunni. Skjáskot/Twitch/HanDcapableSean

Það virðist vera meðfædd hvöt á meðal yngri spilara að gera krefjandi tölvuleiki ennþá erfiðari fyrir sjálfa sig með ýmiskonar áskorunum.

Áskorarnirnar skala allt frá alveg fáránlegum, eins og að klára Dark Souls 3 leikinn með einum takka, upp í eitthvað eðlilegra á borð við að klára marga leiki án þess að deyja einu sinni.

Ódauðlega áskorunin vinsæl

Þessi „ódauðlega“ áskorun er vinsælt val á meðal þeirra sem taka á tölvuleikjaáskorunum og hefur einum leikmanni tekist að sigrast á henni án þess að nota hendurnar.

Tölvuleikjastreymirinn HanDCapableSean er fatlaður og notast því við sérsniðinn búnað til þess að spila tölvuleiki en hann spilar alla leiki með hökunni.

Sigraðist á henni með hökunni

Birti hann nýlega myndband af því þegar honum tókst að sigrast á ódauðlegu áskoruninni þegar hann spilaði tölvuleikinn Teenage Mutant Ninja Turtles á NES tölvu með hökunni.

Er þetta því hvatning til fatlaðra spilara að láta ekki líkamleg höft aftra sér við spilun hafi einstaklingar áhuga á tölvuleikjum.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert