Vann 100 leiki í röð

Mint Blitz vann 100 leiki í röð í tölvuleiknum Halo …
Mint Blitz vann 100 leiki í röð í tölvuleiknum Halo Infinite. Skjáskot/YouTube/Mint Blitz

Fyrstu persónu skotleikurinn Halo: Infinite sem kom út seint á síðasta ári hefur vakið mikla athygli eftir að hann var óvænt gefinn út fyrr en áætlað var. Hefur leikurinn sömuleiðis notið mikilla vinsælda og tölvuleikjaunnendur sýnt frá spilun leiksins af kappi.

Tölvuleikjastreymirinn Mint Blitz birti nýlega myndband á YouTube þar sem hann segir og sýnir frá því þegar honum tókst nýlega að vinna hundrað leiki í röð í tölvuleiknum.

„Ég elska áskoranir sem þessar, því þær leyfa mér að bæta mig í leiknum,“ segir Mint Blitz í upphafi myndbandsins.

Sýnir hann frá hápunktum leikja sinna myndbandinu og má horfa á það í heild sinni hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert