Sony hefur fengið einkaleyfi á nýju þjálfarakerfi sem á að aðstoða PlayStation notendur sem eru að lækka um hæfileikaþröskuld.
Flestir tölvuleikir búa að einhverjum áskorunum, leikir eins og Dark Souls knýja leikmenn til þess að reyna mikið á sig og notast við hæfileika sem aðeins áralöng reynsla af tölvuleikjum getur kennt manni.
Þar kemur þjálfarakerfi Sony inn í myndina fyrir yngri og hversdagslegri leikmenn þar sem að kerfið er sagt þjálfa getu leikmanna á marga vegu.
Einkaleyfið var fyrst skjalfest í júní árið 2020 en var ekki opinberað fyrr en 30. desember á síðasta ári. Samkvæmt lýsingunni í útgáfunni felur einkaleyfið í sér „kerfi og aðferðir til að þjálfa notanda fyrir spilun“.
Sem stendur er óljóst hvernig eða hvenær þetta kerfi verður innleitt í PlayStation leikjatölvur, en Sony hefur greinilega verið að vinna að því í meira en ár núna. Frekari upplýsingar um nýja PlayStation þjálfunarkerfið má lesa í heild sinni hér.