Reitti tölvuleikjaunnendur til reiði

Logan Paul notaðist við Game Boy-leikjatölvur til þess að búa …
Logan Paul notaðist við Game Boy-leikjatölvur til þess að búa sér til sófaborð. Skjáskot/Twitter

Áhrifavaldurinn Logan Paul vakti mikla reiði á meðal tölvuleikjaunnenda eftir að hann birti myndband af því þegar hann breytti mörgum Game Boy-leikjatölvum í sófaborð.

Notaðist við epoxíð

Logan Paul deildi sumsé myndbandi á opinbera Twitter-aðgangi sínum þar sem hann sýndi frá hápunktum ferlisins frá því þegar hann breytti leikjatölvunum í borð með epoxíð.

Segir hann þetta hafa verið fyrsta epoxíð verkefnið hans og samanstendur borðið af fimmtán Game Boy-leikjatölvum, epoxíð og sérhannaðari umgjörð.



Sjaldgæfar tölvur notaðar

Nokkrar þeirra leikjatölva sem hann notaði í borðið eru taldar sjaldgæfar og urði því dyggir tölvuleikjaunnendur ósáttir með það hvernig farið var fyrir þeim. Umgjörðin var sérhönnuð og máluð í anda Pokémon.

Birti Pauk síðar annað myndband þar sem hann sýnir frá borðinu er það var fullklárað og má sjá að borðið býr einnig að LED-ljósum sem skipta um lit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert