Fyrsta mót íslenska Rocket League samfélagsins, RLÍS, á þessu ári hefur verið opinberað og er skráning nú þegar hafin.
Mótið fer fram á sunnudeginum 9. janúar og hefst það klukkan 17:00.
Keppt verður í þriggja manna teymum í riðlakeppni en fjöldi riðla ræðst af skráningu. Viðureignir í riðlakeppninni verða best-af-3 og munu síðan tvö efsti liðin úr hverjum riðli halda áfram í einfalda útsláttarkeppni.
Í einföldu útsláttarkeppninni verða undanúrslitaviðureignirnar best-af-5 og úrslitaviðureignin fer fram með best-af-7 fyrirkomulagi.
Skráning fer fram í gegnum þennan hlekk en henni lýkur þann 9. janúar klukkan 15:00.