Tölvuleikur ársins 2021, It Takes Two, er samvinnu og sögudrifinn tölvuleikur en hann hefur fengið ýmsar viðurkenningar frá því að hann var fyrst gefinn út í mars á síðasta ári.
Eftir að hann vann til verðlauna sem tölvuleikur ársins og fór á útsölu á vetrarútsölu Steam hafa aldrei fleiri leikmenn spilað leikinn.
Þann 2. janúar náði leikurinn nýjum hæðum þegar að leikmannatalan náði upp í 24,402 einstaklinga samkvæmt SteamDB.
Á sama degi voru 11,834 leikmenn sem spiluðu með því að notast við vinapassan. Vinapassinn virkar þannig að áhugasömum er gert kleift að spila leikinn í samvinnu við einhvern sem hefur nú þegar keypt leikinn.
Þessi samvinnuleikur var á meðal efstu þriggja mest seldra tölvuleikja á Steam í síðustu viku og hefur nú hækkað um eitt sæti.