Mun gjörbreyta AAA tölvuleikjum

Horizon: Call of the Mountains verður gefinn út þann 18. …
Horizon: Call of the Mountains verður gefinn út þann 18. febrúar. Skjáskot/YouTube/PlayStation

Væntanlegi PSVR2 tölvuleikurinn, Horizon: Call of the Mountain, er sagður vera mjög tilkomumikill.

Mun gjörbreyta AAA tölvuleikjum

Chris James, fyrrum heimshönnuður tölvuleiksins Horizon: Forbidden West segir í tísti Horizon: Call of the Mountains hafi verið í vinnslu um þó nokkurn tíma og þó að hann hafi sjálfur ekki unnið að leiknum staðhæfir hann að leikurinn muni umturna því sem AAA tölvuleikir þýða fyrir sýndarveruleikagleraugu.

Birtir hann þetta tíst sem svar við broti úr tölvuleiknum sem blaðamaðurinn Geoff Keighley birti á Twitter-aðgangi sínum.


 

Veitt innsýn

PlayStation birti stríðnisstiklu á YouTube þar sem að Jan Bart Van Beek, framkvæmdastjóri Guerilla Studios, segir þróunaraðilar leiksins séu að leggja lokahönd á verkefnið fyrir útgáfu. Tölvuleikurinn verður gefinn út af Guerilla Studios ásamt Firespite þann 18. febrúar.

Í stríðnisstiklunni er einnig gefið áhorfendum einhverja innsýn í það við hverju megi búast við af leiknum þar sem að sýnt er stuttlega frá honum í lok myndbands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert