Nýr búningur veldur hruni á leiknum

Nýr búningur veldur hruni á tölvuleiknum.
Nýr búningur veldur hruni á tölvuleiknum. Skjáskot/Apex Legends

Tölvuleikurinn Apex Legends gaf nýlega út nýjan búning (e. skin) að nafni Bangalore en búningurinn hefur ollið vandamálum þess eðlis að leikurinn hrynur þegar leikmenn notast við hann.

Reddit-notandinn ConnertheCrusader tók fyrst eftir þessarri gloppu og stofnaði spjallþráð á samskiptaforritinu Reddit þar sem hann deildi myndbandi af leiknum að hrynja við notkun búningsins. 

Segir hann í þræðinum að hann hafi í þrígang reynt að spila leikinn en um leið og byrjunarmyndbandið hófst þá hrundi leikurinn. 

Þróunaraðili tölvuleiksins svaraði þessu og sagði fyrirtækið vera að „vinna í þessu“.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert