Epic Games gefur þeim sem áttu í vandræðum með að skrá sig inn í Fortnite í síðasta mánuði sérstaka gjöf sem vott af þakklæti þegar leikurinn lá niðri í síðasta mánuði.
Tilkynnt var á opinberum Twitter-aðgangi Fortnite að þeir leikmenn sem reyndu að skrá sig inn þegar leikurinn lá niðri munu eignast sérstaka sveppaexi á morgun, áður en hún fer í sölu í vefverslun tölvuleiksins.
Eins munu þeir leikmenn sem skráðu sig inn á meðan vetrarhátíðinni stóð eignast exina áður en hún fer í sölu.
Er því tilvalið fyrir þá leikmenn að spreyta sig á nýju exinni um helgina þar sem að kraftahelgi (e. Power leveling weekend) er að ganga í garð en á meðan henni stendur munu leikmenn safna sér inn fleiri reynslustigum en venjulega.
Kraftahelgin hefst á morgun á miðnætti og stendur fram að hádegi á mánudaginn.
As thanks for everyone’s patience during the December login issues, we’ll be kicking off a Power Leveling Weekend from 1/7 @ 7 PM to 1/10 @ 7 AM ET and granting everyone who logged in during Winterfest the new Crescent Shroom Pickaxe before it arrives in the Shop later! pic.twitter.com/d2xiIDnyl2
— Fortnite (@FortniteGame) January 5, 2022