Fortnite sýnir leikmönnum þakklæti

Fortnite.
Fortnite. Grafík/Epic Games/Fortnite

Epic Games gefur þeim sem áttu í vandræðum með að skrá sig inn í Fortnite í síðasta mánuði sérstaka gjöf sem vott af þakklæti þegar leikurinn lá niðri í síðasta mánuði.

Tilkynnt var á opinberum Twitter-aðgangi Fortnite að þeir leikmenn sem reyndu að skrá sig inn þegar leikurinn lá niðri munu eignast sérstaka sveppaexi á morgun, áður en hún fer í sölu í vefverslun tölvuleiksins.

Eins munu þeir leikmenn sem skráðu sig inn á meðan vetrarhátíðinni stóð eignast exina áður en hún fer í sölu.

Er því tilvalið fyrir þá leikmenn að spreyta sig á nýju exinni um helgina þar sem að kraftahelgi (e. Power leveling weekend) er að ganga í garð en á meðan henni stendur munu leikmenn safna sér inn fleiri reynslustigum en venjulega.

Kraftahelgin hefst á morgun á miðnætti og stendur fram að hádegi á mánudaginn.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert