Sería níu af fría MOBA tölvuleiknum Smite Battleground of the Gods er komin út og með henni fylgja stórar uppfærslur og viðbætur við leikinn.
Hi Rez Studios, sem gaf út leikinn, sýndi frá þessum uppfærslum á Hi Rez sýningunni þar sem að útlistaði hluta af því sem er að koma til fríspilunarleiksins árið 2022.
Meðal tilkynninga á sýningunni var nýji leikjahamurinn, Slash-hamurinn, sem verður fyrsti nýji varanlegi hamurinn. Eins var nýr Guð til spilunar kynntur til leiks, tortímingarmaðurinn Shiva.
Auk nýja leikhamsins og Guðsins mega leikmenn einnig búast við fjórtán nýjum búningum (e. skins) fyrir Guðana sína, einhverjar uppfærslur á fornmunum og öðrum hlutum innanleikjar auk fimm nýrra Guða sem verða opinberaðir seinna á árinu.
Hægt er að lesa um allar uppfærslur tölvuleiksins með því að smella á þennan hlekk.