Búið er að opna fyrir skráningu í vorönn í þjálfun rafíþrótta hjá Ármann eSports, sem er rafíþróttadeild innan Glímufélagsins Ármanns.
Tilkynnti Ármann eSports það með Facebook-færslu og kemur þar fram að æfingar hefjast á laugardaginn 8. janúar.
Fara allar æfingar fram í lansetrinu Ground Zero og eru æfingar í boði fyrir aldurshópana tíu til þrettán ára og fjórtán til átján ára.
Eru iðkendur hvattir til þess að klæða sig eftir veðri þar sem að allar líkamlegu æfingar fara fram utandyra sé veður til þess.
Skráning fer fram í gegnum þennan hlekk.