Nintendo seldi gríðarlegt magn af Nintendo Switch leikjatölvum í Japan á síðasta ári og var sú tölva einmitt langmest seld í landinu af öllum öðrum leikjatölvum til samans.
5.3 milljónir Nintendo Switch leikjatölvur seldust í Japan á síðasta ári og var hún með yfirburðum mest selda leikjatölvan á landinu. Til samanburðar var PlayStation 5 leikjatölva næstmest seld en undir eina milljón slíkra tölva voru seldar.
Gameindustry birti þessar upplýsingar fyrst og var reikningurinn gerður af fyrirtækinu Famitsu frá tímabilinu 28. desember árið 2020 fram að 19. desember ársins 2021.
Hér að neðan er listi yfir mest seldu leikjatölvurnar í Japan samkvæmt reikningum Famitsu.
Nintendo Switch - 5,3 milljónir stykki
PlayStation 5 - 942.798 stykki
PlayStation 4 - 103.786 stykki
Xbox Series X|S - 95.598 stykki
Nintendo 3DS - 28.224 stykki